Þjónusta við atvinnulífið

Örtækni vinnur með mörgum af framsæknustu fyrirtækjum landsins.

Við sérsmíðum alla kapla fyrir Vaka fiskeldiskerfi. Við sjáum um áröðun á rafeindakortin í DNG handfæravindurnar vinsælu í samstarfi við Slippinn á Akureyri. Tölvufyrirtækin nýta sér þjónustu okkar, bæði í tengslum við viðgerðir og kapla. Marel hefur í gegnum árin verið í töluverðu samstarfi, enda varð Marel til í samvinnu við Örtækni.

Önnur fyrirtæki sem má nefna eru Landsvirkjun, Landspítalinn, LEDlampar, Opin kerfi, Tölvutek, Reykjavíkurborg, Landhelgisgæslan, Ísavía, Veðurstofan, Advania, Brimrún, Seðlabankinn, Íslandsbanki, Arion banki, reiknisstofa bankanna, alþingi, ráðuneytin o.m.fl.

Örtækni er þannig mikilvægur hlekkur fyrir tækni- og iðnaðargeirann á Íslandi.