Fjölbreytt starfsemi Örtækni

 

Örtækni er með fjölbreytta starfsemi. Við smíðum og flytjum inn allar hugsanlegar gerðir kapla fyrir tölvur og önnur tæki. Einnig erum við með mikið úrval af tengibúnaði fyrir tölvur, s.s. ljósleiðara, USB breyta og tengingar, netsvissa, tölvuskiptibox o.m.fl. 

Annar hluti starfsseminnar er áröðun á prentrásarkort, en við erum með háþróaðann vélbúnað til þess og starfsfólk með mikla reynslu á þessu sviði. 

Örtækni er með ræstingadeild sem sér um daglegar ræstingar á íbúðablokkunum í Hátúni 10, sameign Skógarhlíðar 14, ásamt skrifstofum Slökkviliðs höfumborgarsvæðisins, Landhelgisgæslunnar og fleiri aðila í Skógarhlíð 14.