Fréttir

Starfið

13.5.2015

Starfið í Örtækni gengur vel. Mikið hefur verið að gera í rafeindatæknivinnunni. Sum verkefni halda áfram eins og þau hafa gert árum saman og svo erum við að fá inn ný verkefni. Nokkuð er um þróun og tilraunir á prentrásarkortum, sem hönnuðir vinna í samstarfi við okkur.
Kaplaframleiðslan og salan er söm við sig, er nokkuð jöfn, þó að stundum séu sveiflur í sölunni. Við erum alltaf jafn stoltir af netköplunum okkar sem eru í hæstu gæðum. Við erum með 13 liti af köplum í Cat-5e, Cat-6 og Cat-6A.
Við erum með góðan lager af ljósleiðaraköplum af flest öllum gerðum. Verðin á þeim hafa verið að lækka og er mjög góð í dag.