Fréttir

Talgervillinn Ragga endurbættur

21.8.2007

Samkvæmt upplýsingum sem við höfum frá framleiðendum Röggu, er búið að fínstilla talgervilinn. Þegar Ragga kom á markaðinn hljómaði hún ekki eins vel og menn áttu von á. Málið var að það vantaði smá fínstillingu á talgervilinn og á að vera búið að lagfæra það.

Við erum að bíða eftir að fá sýnishorn af lagfærðri Röggu og ætti það að koma fljótlega. Allir sem eru með Röggu fá uppfærslu án endurgjalds.