Fréttir

Ragga loksins komin

30.4.2007

Nú er Ragga loksins komin út, sem er gleðifréttir fyrir þá sem hafa verið að bíða eftir henni. Ragga er nýr talgervill sem mun leysa eldri rödd af hólmi (Snorra). Hún er notuð í skjálestrarforritum fyrir blinda og sjónskerta.

Ragga verður innbyggð í Dolphin forritin, Supernova, Hal, Lunar+ og Cicero. Það er búið að taka langan tíma að koma þessu í gegn. Hafa verið mörg ljón á veginum, ss. leyfismál og tæknimál. Ragga er mun skýrari heldur en eldri raddir, enda byggð á nýrri tækni. Til að byrja með verður aðeins hægt að fá Röggu með Dolphin  forritunum, en við stefnum að því að Ragga verði í fleiri forritum og tækjum í framtíðinni.