Fréttir

Mikið fjör á Tækni og vit sýningunni

12.3.2007

Pétur og Hartmann á Tækni og vit 2007Við vorum á Tækni og vit sýningunni í Fífunni 8.-11. mars. Mikið var af fólki á sýningunni, bæði fagfólk og aðrir áhugasamir. Mjög mikið af fólki kom í básinn okkar sem var skreyttur með fjöldan allan af tölvuköplum.

Það sem vakti mesta athygli var getraunin okkar. Við vorum með stóra glerkrukku með afklippum af netköplum og átti fólk að giska á hvað væru margar afklippur í krukkunni. Margir voru mjög vísindalegir í útreikningum, en aðrir voru fljótir að slumpa á töluna. Tillögur um fjöldann voru frá nokkur hundruð upp í milljónir.

Við þökkum þeim fjölmörgu sem heimsóttu okkur á sýningunni.