Fréttir

Samvinna við Lettland

"Work is life" verkefni með Lettum

2.9.2014

   

Örtækni er í samstarfi við sveitarfélagið Ludza í Lettlandi um vinnustaði fyrir fatlaða. Ludza er að koma á fót slíkum vinnustöðum og hafa horft til Íslands um samstarf og vilja læra hvernig við gerum hlutina hér á Íslandi. Einnig gætum við lært eitthvað nýtt af þeim.

Í júlí fengum við heimsókn frá Ludza í Lettlandi, 7 manns komu og var það hluti af verkefninu. Dvöldu þau á Íslandi í 5 daga. Á þeim tíma skoðuðu þau nokkra vinnustaði fatlaðra. Þau heimsóttu Örtækni, Örva, Múlalund, Ás vinnustofu og Sólheima í Grímsnesi. Á öllum þessum stöðum fengu þau góða innsýn í hvað var verið að vinna á hverjum stað og hvernig rekstrinum væri háttað. Þau höfðu mikinn áhuga á að kynna sér hvernig við fjármögnuðum vinnustaðina og samskipti okkar við yfirvöld.

Haldin var ráðstefna með fulltrúum frá Öryrkjabandalaginu, Vinnumálastofnun, Hlutverki, Örtækni, Múlalundi, Ás vinnustofu og gestunum frá Lettlandi. Lettarnir sögðu okkur frá því hvernig málum væri háttað hjá þeim. Þorbera hjá ÖBÍ sagði frá baráttunni í gegnum árin. Linda og Bjarni töluðu um "Atvinnu með stuðningi" og samning Vinnumálastofnunar við vinnustaði fatlaðra. Rætt var um það hvernig við gerum hlutina á Íslandi og hvað gæti reynst þeim vel. Var umræðan mjög gagnleg og góð. 

EES löndin, þ.e. Ísland, Noregur og Lichtenstein, ásamt Lettlandi og sveitarfélaginu Ludza kosta verkefnið, sem heitir "Work is Life". 

Verkefnið er fjármagnað af Íslandi, Lichtenstein, Noregi, Lettlandi og sveitarfélaginu Ludza