Fréttir

Tölvuviðgerðir

27.8.2014

Við erum með tölvuviðgerðir fyrir allar gerðir af tölvum. Hjá okkur eru menntaðir og hæfir tölvuviðgerðarmenn sem sinna vinnu sinni af natni. Við fullklárum verkin, þ.e. setjum upp allar uppfærslur og rekla sem á þarf að halda og afhendum ekki tölvurnar fyrr en við erum ánægðir með árangurinn. Gjald fyrir vinnuna hjá okkur er með því lægsta, ef ekki það lægsta á markaðinum í dag. Endilega notfærið ykkur þetta.

Við erum oft með notaðar tölvur til sölu fyrir mjög sanngjarnt verð. Þetta eru tölvur sem við höfum gert upp og eru ánægðir með. Þessar tölvur eru af ýmsum gerðum og verðum.