Fréttir

Verðlækkun á EasyTutor fyrir lesblinda

9.9.2013

Við höfum fengið verulega verðlækkun frá framleiðanda á EasyTutor forritinu fyrir lesblinda. Þessi lækkun er 25% og er verðið eftir lækkun 35.500 krónur. Verðið á hverju aukaleyfi er 19.800 krónur.


Forritinu fylgja tvær raddir, íslenska Ragga og breski Daniel. Hægt er að láta forritið lesa allan texta í tölvunni, lesa öll skjöl og texta. Forritið getur skannað beint og lesið textann. Hægt er að breyta stafgerð, lit á text og bakgrunni með einum smelli. Hægt er láta forritið koma með tillögur að orðum þegar skrifað er og nota svo F-takkana til að velja orð. Forritið kemur með tillögur í samræmi við hvaða orð þú notar mest. Þetta er bara hluti af því sem hægt er að gera, en mjög margir stillimöguleikar eru til staðar.