Fréttir

Hljóðbókaspilari kynntur

18.3.2013

Mánudaginn 29. október héldu nemar í meistaranámi á Bifröst, kynningu á Victor Reader Stratus hljóðbókaspilaranum. Kynningin var haldin á kaffistofu Örtækni og mættu fulltrúar eldriborgara á fundinn, enda var kynningin ætluð eldriborgurum. Verkefnið hjá meistaranemunun, Magneu Ólafsdóttur, Evu Björk Káradóttur, Karenu Ingu Einarsdóttur og Berglindu Laxdal, gekk út á það að gera góðverk og varð kynning á hljóðbókaspilara fyrir eldriborgara fyrir valinu.

Hljóðbókaspilarinn sem heitir Stratus er fyrir svokallaðar Daisy bækur, sem hægt er að nota eins og venjulegar bækur, hægt að byrja þar sem hætt er, setja inn bókamerki ofl. Einnig er spilarinn mjög hljómgóður og auðveldur í notkun. Hann er alger bylting fyrir blinda, sjónskerta, eldri borgara og alla þá sem eiga erfitt með lestur. Örtækni hefur nú þegar selt á annað þúsund slíka spilara og hafa þeir reynst ákaflega vel. Hægt er að finna nánari upplýsingar um spilarann á vefnum undir Búnaður fyrir fatlaða.

Að þessu tilefni gaf Örtækni Félagi eldriborgara í Reykjavík spilara, svo að þeir geti kynnt spilarann fyrir félagsmönnum sínum. Einnig gefur þetta eldriborgurum tækifæri til að prófa spilarann og sjá hvernig þeim líkar við hann.

Stratus hljóðbókaspilari afhentur félagi eldirborgara í Reykjavík

Hartmann Kr. Guðmundsson, forstöðumaður Tæknivinnustofu Örtækni, 

afhendir Sigurði Einarssyni, framkvæmdastjóra Félags eldriborgara

í Reykjavík, hljóðbókaspilara.

 

Eva kynnir Stratus hljóðbókaspilarann

Eva kynnir Stratus hljóbókaspilarann.