Fréttir

Nýtt nafn á fyrirtækinu

3.7.2012

Frá 1. júní starfar Örtækni eingöngu undir því nafni. Frá árinu 1994 hefur fyrirtækið heitið Vinnustaðir ÖBÍ, með 3 deildir: Örtækni, Saumastofu ÖBÍ og ræstingadeild. Þar sem Örtækni er stærsta deildin og mest áberandi var mikill ruglingur á milli þessara nafna og svo var stöðugt verið að rugla okkur saman við Öryrkjabandalag Íslands (ÖBÍ).

Saumastofan var seld á síðasta ári og var ákeðið í framhaldi af því að breyta nafninu í Örtækni og hætta að nota Vinnustaðir ÖBÍ. Þetta einfaldar málið og kemur í veg fyrir rugling. Einnig skiptum við um logo og erum að nota logo ÖBÍ, en í öðrum litum. Þetta er til að halda tengingu við ÖBÍ, þar sem það er eigandi að fyrirtækinu. Annað breyttist ekki og er kennitalan sú sama.