Fréttir

Lesblindudagur á norðurlandi

11.10.2010

Lesblinda_a_nordurlandi_007Örtækni tók þátt í lesblindudeginum á norðurlandi vestra, 8-9. október 2010. Lesblindudagurinn var haldinn á vegum Farskólans, miðstöðvar símenntunar á Norðurlandi vestra. Fundirnir voru 2, á Blönduósi á föstudegi og Sauðárkróki á laugardegi. Mættir voru um 20 manns á Blönduósi og yfir 30 á Sauðárkróki.

Á fundunum voru með erindi:

1. Þóra Björk Jónsdóttir um rannsóknir á orsökum og afleiðingum lesblindu.

2. Guðmundur Johnsen, formaður Félags lesblindra á Íslandi var með reynslusögu.

3. Þóra S Ingólfsdóttir forstöðumaður Blindrabókasafnsins sagði frá safninu.

4. Ég var með kynningu á EasyTutor, sem er forrit fyrir lesblinda sem við seljum.

5. Bryndís Þráinsdóttir kynnti þjónustu Farskólans við lesblinda.

6. Formenn stéttarfélaga kynntu stuðning stéttarfélaga við lesblinda.

7. Sturla Krisjánsson sýndi hvernig Davis leiðréttingin virkar.

8. Snævar Ivarsson endaði með því að segja sína reynslusögu og hvaða tæki hafa reynst honum vel.

Þessir fundir tókust mjög vel, voru mjög upplýsandi og góðir fyrir lesblinda og þá sem tengjast lesblindu á einhvern hátt. Maturinn var mjög góður og fyrirlesarar voru leystir út með gjöfum.

Hartmann Kr. Guðmundsson. forstöðumaður Örtækni.