Fréttir

Lækkun á ljósleiðaraköplum

17.2.2010

Við höfum fengið töluverða lækkun á ljósleiðaraköplum, eftir nokkra umræðu við byrgjann okkar í Hollandi.

Þannig var að viðskiptavinur kom að máli við okkur og tjáði okkur að kaplarnir okkar væru verulega dýrari en hjá öðrum. Við vorum ekki sáttir við þetta og athuguðum málið. Við keyptum ódýrari kapal frá öðrum byrgja til skoðunar og einnig ræddum við málið við byrgjann okkar. Niðurstaðan er sú að kaplarnir okkar eru í hæstu mögulegu gæðum, testaðir samkvæmt hæstu stöðlum og mælingin fylgir hverjum kapli fyir sig. Kaplinum sem við keyptum hjá öðrum byrgja fylgdi ekki test niðurstöðurnar, bara að hann hefði staðist próf. Byrginn minn sagðist hafa fengið sýnishorn frá nokkrum stórum og virktum framleiðendum í Kína og hefðu þeir ekki staðist testið sem þeir eru að miða við. Sagði hann að þeir hefðu virkað, en ef margir slíkir kaplar væru notaðir í tölvukerfi væri verið að búa til vandamál. Við leggjum mikið upp úr því að selja aðeins gæði og að sjálfsöðgu er það dýrara, en þá getur viðskiptamðurinn verið viss um að ef upp koma vandamál, þá er það ekki vegna kapla. Vegna alls þessa er skiljanlegt að okkar ljósleiðarar séu eitthvað dýrari. Til að vera betur samkeppnisfærir þá höfum við lækkað verðið á ljósleiðaraköplunum verulega.

Siðustu 10 ár erum við búnir að selja hundruð þúsunda netkapla og það hefur aldrei komið fyrir að skilað hafi verið biluðum kapli, því erum að selja gæði og allt testað.