Fréttir

EasyTutor lækkar í verði

20.10.2009

Þegar allt hækkar og hækkar, þá lækkar verðið á EasyTutor, forriti fyrir lesblinda. Við fengum lækkun frá framleiðandanum Dolphin Computer Access í Bretlandi. Við fengum 14% lækkun, þannig að forritið kostar í dag kr. 56.500 með tveimur röddum, Röggu á íslensku og Daníel UK á ensku.