Fréttir

EasyTutor á íslensku

18.2.2009

Nú er EasyTutor að koma á íslensku. Þeir sem eru með EasyTutor útgáfu 2 á ensku, geta fengið uppfært í íslensku útgáfuna án endurgjalds, ef sótt er um það fyrir 15. mars 2009.

Það sem þarf að gera er að senda okkur pöntun með serial númeri forritisins sem þið eigið. Við pöntum nýja útgáfu á sama serial númer. Þið komið með gamla diskinn og fáið þann nýja. Þið þurfið svo að henda út gamla forritinu til að það nýja virki.