Fréttir

Ný útgáfa af Dolphin forritum

27.11.2008

Í byrjun desember kemur útgáfa 10 af SuperNova, Hal, Lunar+ og Lunar. Búið er að þýða forritið yfir á íslensku og er verið að klára frágang á því hjá Dolphin í Englandi. Það hefur verið mikil þróun á hugbúnaði frá Dolphin á undanförnum árum og eru þó nokkrar breytingar til batnaðar í þessari útgáfu, sérstaklega þegar verið er að vafra á internetinu. Fyrir þá sem vilja kynna sér betur breytingarnar er bent á vefsíðu Dolphin: http://yourdolphin.com/productdetail.asp?id=1&z=3