Fréttir

EasyTutor virkar með Röggu

30.5.2008

Þá er Ragga loksins farin að virka með EasyTutor og öðrum forritum frá Dolphin Computer Access. Vandmálið var lagalegs eðlis og hafði að gera með leyfismál. En núna er búið að leysa úr þessum flækjum og allt virkar fínt. Þeir sem eru að nota forrit sem notar Röggu til lestrar, eru beðnir að hafa samband við okkur og við munum senda ykkur disk með uppfærðri Röggu, sem þarf að setja upp á tölvunni hjá ykkur. við biðjumst innilegrar afsökunnar á þeim óþægindum sem þetta hefur valdið fólki.