Fréttir

EasyTutor fyrir lesblinda

28.4.2008

Eins og þeir vita sem nota EasyTutor forritið fyrir lesblinda og önnur forrit frá Dolphin Computer Access, hefur lesþjónninn Ragga ekki verið að virka upp á síðkastið. Framleiðendur lesþjónsins (Nuance) fundu út hvað vandamálið var en vilja ekki láta lausnina frá sér vegna einhverra lagaflækna sem erfitt er að skilja. Vegna þess hve Nuance hafa verið erfiðir í viðskiptum fórum við að leita annarra leiða í þessu máli.

Dolphin Computer Access, sem er framleiðandi EasyTutor forritsins og fleiri forrita sem við seljum, hafa unnið hörðum höndum að lausn málisins. Sú lausn felst í því að nota lesþjóninn Snorra, frá Acapela, sem margir íslendingar nota með góðum árangri. Þessi lesþjónn hefur ekki gengið með EasyTutor vegna þess að hann er af eldri kynslóð lesþjóna. Tæknimönnum Dolphin hefur nú tekist að aðlaga hann forritinu og erum við búnir að fá reynsluútgáfu sem virkar mjög vel. Næsta skref er að ganga frá lagalegum atriðum til að við getum sett lesþjóninn á markað með Dolphin forritum.