Fréttir

Ragga farin að tala aftur

4.4.2008

Búið er að leysa vandamál sem kom upp með lesþjóninn Röggu. Framleiðandi lesþjónsins tók sinn tíma í að leysa málið, en hefur fundið út hvað vandamálið var. Þeir hafa komið lausninni til Dolphin sem sér um dreifingu á lesþjóninum. Tæknimenn Dolphin eru að finna út hvernig er best að dreifa lausninni, þannig að ekki þurfi að setja upp lesþjóninn aftur. Sennilega verður hægt að keyra forrit sem lagar vandamálið í tölvunni. Þetta er ekki komið á hreint ennþá en verður mjög fljótlega. Munum við setja tilkynningu á síðuna hjá okkur um það hvernig þarf að gera þetta.