Fréttir

Röggu vandræði

14.3.2008

Af einhverjum ástæðum hætti Ragga að virka hjá mörgum notendum lesþjónsins. Þeir sem eru með Röggu sem er hætt að tala eru beðnir velvirðingar á því og einnig beðnir að fylgjast með fréttum á síðunni. Verið er að finna út úr vandamálinu hjá framleiðanda. Við höfum spurnir af því að þetta vandamál sé ekki einskorðað við Röggu, heldur sé þetta einnig vandamál með aðrar raddir. Um leið og þeir leysa málið munum við birta lausnina hér á síðunni.