Fréttir

Forrit fyrir lesblinda

19.9.2007

Komin er ný og endurbætt útgáfa af EasyTutor sem er forrit fyrir lesblinda. Forritið er mjög notendavænt og auðvelt að læra að nota það. Íslenska röddin sem er notuð er Ragga. Þegar við fáum endurbætta útgáfu af Röggu fá þeir sem eru nú þegar að nota hana, fría uppfærslu. EasyTutor hefur hefur verið skoðaður og prófaður og borinn saman við önnur forrit á markaðnum af Tölvumiðstöð fatlaðra og fær hæstu einkunn frá þeim. Hægt er að tengja forritið við skanna og lesa beint prentaðann texta.

Við eigum einnig margar gerðir af forritum sem henta fyrir blinda og sjónskerta. Oftast er hægt að velja á milli raddanna Ragga og Snorri. Ragga er þó nýrri, hljómar betur og er ódýrari.

Nánari upplýsingar um EasyTutor