Fréttir

Meira um Röggu

19.9.2007

Það sem er að gerast með talgervilinn Ragga, er að búið er að lagfæra hann og kemur hann fljótlega út í endurbættri útgáfu. Auk fyrri lagfæringa munum við fá hann í hærri tíðni sem mun láta hann hljóma ennþá betur. Ekki er komin dagsetning á þetta ennþá, en verið er að vinna í málinu. Ragga verður formlega útgefin föstudaginn 28. september næstkomandi. Þeir sem eru nú þegar með Röggu fá uppfærslu án endugjalds og verður tilkynnt um þetta nánar þegar við höfum fengið nákvæma dagsetningu.