Ágrip af sögunni


Starfólk ÖrtækniÖrtækni var stofnað árið 1976.

Á upphafsárunum var Örtækni meðal annars í samvinnu við Háskóla Íslands um þróun og framleiðslu á vogum fyrir fiskiskip. Seinna var fyrirtækið Marel stofnað í kringum þessa framleiðslu.

Gjaldmælar fyrir leigubíla og sendiferðabíla voru hannaðir og framleiddir í Örtækni í mörg ár. Gjaldmælarnir voru einnig stilltir og löggiltir reglulega. Þá annaðist Örtækni viðgerðir og aðra þjónustu við gjaldmælana.

Örtækni var í samvinnu við Landssíma Íslands í mörg ár og sá um allar viðgerðir og hreinsanir á símum fyrir stofnunina auk annarra verka.

Upp úr 1990 hóf Örtækni framleiðslu á tölvuköplum og öðrum tengiköplum. Örtækni hefur síðan þróast út í sérhæfða framleiðslu, sölu og þjónustu á öllum mögulegum köplum og tengibúnaði fyrir tölvur. Siðan þá hefur verið mikill uppgangur í framleiðslu og sölu tölvukapla og tengihluta af ýmsu tagi. Örtækni hefur unnið sér sess sem eina verslunin á landinu sem sérhæfir sig í tölvuköplum og tengibúnaði fyrir tölvur.

Örtækni rak um margra ára skeið saumstofu og prjónastofu.

Örtækni rekur ræstingadeild, sem sér um daglegar ræstingar á íbúðablokkunum í Hátúni 10, sameign Skógarhlíðar 14, ásamt skrifstofum Slökkviliðs höfumborgarsvæðisins, Landhelgisgæslunnar og fleiri aðili í Skógarhlíð 14.

Framleiðsla og sala í Örtækni tæknivinnustofu

Vinnslusalur Örtækni

Kaplar eru sérgrein okkar, bæði tölvukaplar og allir aðrir kaplar, sérsmíðaðir jafnt sem innfluttir. Við sérsmíðum alla netkapla í 13 litum, bæði Cat-5e og Cat-6. Öll kaplaframleiðsla er samkvæmt hæstu stöðlum og leggjum við metnað okkar í að skila góðri vöru til viðskiptavina okkar á góðu verði.

Við seljum einnig skiptibox, skjáskipta, höbba, svissa, USB tengihluti, millitengi ýmiss konar og margt fleira sem tengist tölvum. 

Annar hluti starfseminnar er framleiðsla á prentrásarkortum: Ásetning íhluta bæði handvirkt og með áröðunarvél, véllóðning, prófun og frágangur. Við höfum skapað okkur nokkra sérstöðu á þessu sviði, þar sem við erum eina fyrirtækið í landinu sem býður upp á þessa þjónustu.

Við seljum hugbúnað og vélbúnað fyrir fólk sem býr við skerta getu á einhverju sviði, svo sem hugbúnað fyrir blinda, sjónskerta og lesblinda, þroskaforrit fyrir börn, sérstakar mýs og lyklaborð fyrir hreyfihamlaða, punktaletursskjái, punktaletursprentara og margt, margt fleira.

Auglýsing

Markmið

Markmið Örtækni er að veita fólki með fötlun tímabundna starfsþjálfun og/eða vinnu til frambúðar. Þjóna fötluðum með sölu og þjónustu á hjálparbúnaði fyrir fatlaða.

Örtækni er sjálfstætt fyrirtæki í eigu Öryrkjabandalags Ísland sem er rekið á ábyrgð þess. Heildar starfsmannfjöldi er um 40 manns í um það bil 25 stöðugildum. Á tæknivinnustofunni starfa að jafnaði 15-20 starfsmenn, flestir fatlaðir.

Framkvæmdastjóri Örtækni er Jónas Páll Jakobsson
Forstöðumaður Örtækni tæknivinnustofu er Einar Þór Bernhardsson
Leiðbeinendur á ræstingadeild eru Hulda Tryggvadóttir og Margrét Júlíusdóttir


Kort af Hátúni og umhverfi

Örtækni

Hátúni 10c
105 Reykjavík

Beinn sími verslunar: 552-6801