Ýmsar vörur fyrir fatlaða


Rofar

RofarAllir rofar eru gerðir úr sterku plasti. Þeir virka sama hvar þríst er á þá, auðvelt er að festa þá, eru með 1,8m kapal og 3,5mm jack tengi og gefa frá sér klikk hljóð þegar þríst er á þá.

The Big Switch - 127mm í þvermál. Fæst í grænu, rauðu, gulu, bláu og svörtu.

Jelly Bean - 64mm í þvermál. Fæst í grænu, rauðu, gulu, bláu og svörtu.

Specs Switch - 36mm í þvermál og kemur með 3 mismunandi festingar:

 • Standard festingu. Armur og gæsaháls fyrir rofa
 • Smærri festingu sem gott er að líma.
 • Ól til að setja utan um hluti eða t.d. höfuð eða handlegg.
 • Fæst í grænu, rauðu, gulu, bláu og svörtu.

 

 • Verð 13.900 kr.  (með fyrirvara um breytingar).

 Einnig fást ýmsir standar og kerfi til að festa rofana.


Lyklaborð með stórum stöfum frá Vargian

Þetta lyklaborð er með stórum íslenskum stöfum sem eru grafnir í takkana. Þetta gerir það að verkum að þeir mást ekki af með tímanum, eins og margir aðrir. Lyklaborðið er með media tökkum einnig.

Lyklaborðið er til í svörtum lit með hvítum stöfum, drapplitað með rauðum stöfum og svart, með gulum tökkum og svörtum stöfum.

 • Verð 12.500 kr.  (með fyrirvara um breytingar).


Big Keys LX lyklaborðBig Keys LX lyklaborð

Þetta lyklaborð er með 60 stóra lykla, ásamt aðgangi að aðgerðahnöppum. Lyklaborðið er hægt að fá í mörgum litum og útgáfum, með qwerty eða abc röðum á hnöppum.

Lyklarnir hjálpa notandanum að finna hvort þríst hefur verið ákveðið á hnappinn og endurskrifar ekki stafinn þó að hnappnum sé haldið nðri. Hægt er að fá lyklahlíf og rakahlíf með lyklaborðinu.

 • Verð 37.200 kr.  (með fyrirvara um breytingar).

Internet Cherry lyklaborð með hlíf

Cherry Internet lyklaborð (með hlíf)

Gott lyklaborð fyrir þá sem eiga erfitt með að nota mús. Lyklar fyrir næstum allt, þar á meðal netið og netpóst. Stuðningur fyrir úlnlið fylgir.

 • Verð með hlíf 36.200 kr.  (með fyrirvara um breytingar).

Jumbo XL lyklaborð

Jumbo_xl

Er með aðgerðahnapp og USB tengingu!

Jumbo XL lyklaborð er frábært fyrsta lyklaborð fyrir ung börn. Það er með kubbslega 2,5cm ferkantaða knappa sem eru í mörgum litum og auðvelt að finna og ýta á. Þeir hjálpa einnig notendunum að finna sérhljóða, samhljóða og greinarmerki.

Jumbo XL lyklaborð er hægt að fá með hástöfum og lágstöfum. Það einnig fáanlegt með svörtum hástöfum á hvítum hnöppum.

Lyklaborðið er með alla venjulega lykla, en er ekki með tölustafa hlutann. Það er með aðgreinda F-hnappa, Windows hnapp og Shift hnappa báðum megin á lyklaborðinu.

Jumbo XL er USB tengt. Aukalega eru 2 USB tengi á hægri hliðinni, sem eru tilvalin til að tengja tölustafa lyklaborð, mús, kúlumús, vefmyndavél o.s.frv. Virkar í Windows og Apple (allir hnappar eru með Mac virkni).

Stærðin á Jumbo XL lyklaborði er sú sama og á venjulegu lyklaborði - 48,2 x 17,9 x 3,4cm.

Jumbo XL notar áreiðanlega himnutækni, með líftíma yfir 1 milljón áslætti.

 • Verð 18.500 kr.  (með fyrirvara um breytingar).

Comfort lyklaborð

Comfort lyklaborð

Þetta er heimsins þægilegasta lyklaborð, vegna þess að það er hægt að stilla það á svo marga vegu. Það er þrískipt og hægt að snúa á allan mögulegan hátt, hægt að stilla allar einingarnar á bókstaflega alla hugsanlega vegu, hafa það hallandi, snúið, sveigt, undið eða flatt, hvernig sem hentar þér best. Meira að segja er hægt að færa einingarnar þrjár í sundur eða saman á snöggan hátt.

Comfort lyklaborð stillt eins og hentar þér

Óendanlegir stillimöguleikar. Þú getur byrjað með flötu venjulegu lyklaborði, síðan   breytt því smávegis og í næstu viku aðeins meira. Fljótlega ertu kominn með bestu stöðuna fyrir þig. Þú getur einnig víxlað lyklaborðshlutunum þannig að hafa t.d. tölurnar í miðjunni, sem eru venjulega hægra megin, ef það hentar þér betur.  

 • Verð 55.500 kr.  (með fyrirvara um breytingar).

Límmiðar með stórum stöfum á lyklaborð

Lyklaborðslímmiðar með stórum stöfum

Límmiðar fyrir lyklaborð í 3 mismunandi litum:

 • Hvítir stafir á svörtum grunni
 • Svartir stafir á hvítum grunni
 • Svartir stafir á gulum grunni 

 

 • Verð 1.500 kr.  (með fyrirvara um breytingar).

iPad hulstur og standarGrænn iPad standur

Tilvalið fyrir þá sem eiga erfitt með að halda á iPad. Efnið í þeim er mjúkt og fellur vel í hendi. Verndar einnig tækið fyrir áföllum. Einnnig hægt að fá stand til að láta iPadinn standa á borði. Fæst í 6 litum.

 • Verð á hulstri 8.900 kr.  (með fyrirvara um breytingar).
 • Verð á stand 5.500 kr.  (með fyrirvara um breytingar).

iPad standar í mörgum litum

Bláir iPad standar á borði


Click-on roficlick_on

Click-on er fulkominn straumrofi. Hann gefur kost á öllum möguleikum sem þú reiknar með frá straumstýritæki og meira til.

Rafeindastýrð stjórnun gefur kost á fleiri aðgerðum og meiri nákvæmni en í öðrum sambærilegum tækjum. Með tveimur sjálfstæðum rásum getur tækið stjórnað tveimur rafmagnstækjum samtímis, með sömu stillingunum.

Með auðveldum snertistillum og skýrum aðgerðarljósum, er auðvelt að velja heppilega virkni. Tækið er með mismunandi stjórnunaraðgerðir:

 • Beint – tækið virkar svo lengi sem rofanum er haldið niðri.
 • Skipting – ýttu á rofann til að kveikja, ýttu aftur til að slökkva.
 • Sekúndu tímarofi – stillt fyrir sekúndur, veldu heppilegan tíma – 5, 10, 15 sek. o.s.frv.
 • Mínútu tímarofi – stillt á réttan tíma í mínútum.

Click-on er líka með þessar frábæru aðgerir:

 • Samvinna – tengja tvo rofa saman. Kveikja þarf á tækjunum á sama tíma.
 • Tveggja rofa kveikja/slökkva – tengja tvo rofa. Ýttu á einn til að kveikja á tækinu og hinn til að slökkva á tækinu – einföld og auðveld aðgerð að skilja, hentar vel til að kynna tveggja rofa virkni. 

Multbrackets borðfesting fyrir skjái

Hann er nettur og straumlínulagaður, sparar pláss og gerir þér kleift að staðsetja skjáinn þar sem þér hentar best. Færðu flatskjáinn með einni snertingu. Upp og niður, fram og tilbaka. Multibrackets gefur ótakmarkaða möguleika á hreyfingu. Armurinn er festur á borð með öflugri klemmu eða skrúfaður fastur.

Svartur - Vörunúmer 45-737174

•   Verð 29.900 kr.  (með fyrirvara um breytingar).

Nánari upplýsingar á vefnum.