Þroskaforrit

Einföld þroskaforrit fyrir börn

Big Bang

bigbang3

Frábært safn af athafnasemi um orsök og afleiðingu fyrir nemendur með djúpstæða og margháttaða námserfiðleika. Big Bang er með grípandi myndir fyrir augað, örvandi hreyfingar og geggjuð hljóðáhrif og tónlist í samræmi! Það nær athygli notandans og hvetur til víxlverkunar með tölvunni.

Sjón og heyrnar hvatning, fylgja eftir hreyfingu með augunum og fleira...

Big Bang Action er með tindrandi fjöruga flugeldasýningu, fljúgandi loftbólur og stjörnur, og iðandi orma. Hægt er að byggja upp atburðarásina smám saman með þrýstirofa, með Big Bang Builds. Sjáið geggjaða hluti hreyfast um skjáinn í Big Bang Movement eða einfaldlega breytið litum skjásins með Big Bang Colour.

bigbangHreyfimyndir og mynda byggingu er hægt að spila á mismunandi vegu eftir því sem hentar nemandanum. Notaðu rofa, sérstakt eða venjulegt lyklaborð, snertiskjá eða mús.

"Big Bang hefur gefið mjög góðan árangur með forskóla börn með sérstakar þarfir. Myndin er björt og skýr, sem eykur athygli og hvetur til snertingar (á snertiskjá) og að fylgja eftir hreyfingu. Það að hægt er að breyta í hvaða átt myndirnar fara er góð hugmynd, þar sem þetta kemur til móts við þarfir barnanna. Allmennt er þetta frábært forrit, sérstaklega fyrir börn til að læra um orsök og afleiðingu."

Annette Dearden, Stepping Stones, Developmental Therapy Unit.


Build It!

buildit

Þetta er forrit sem gerir mögulegt að búa til myndir með hljóð áhrifum, með því að þrýsta ítrekað á annað hvort rofa (sem er tengdur við serial tengið á tölvunni þinni) eða músar hnappana. Í hvert skipti sem þú þrýstir á rofann (eða músarhnappinn) kemur meira af myndinni í ljós.

Forritið miðast við rofa notendur, börn og fullorðna með fötlun. Forritið kemur með mikið af myndum til að byggja, en þú getur einnig hlaðið inn þínum eigin myndum og tengt þín eigin hljóð áhrif við þær. Þegar þú hefur búið til þitt eigið efni og stíl, getur þú vistað þessar stillingar og notað aftur.


ChooseIt! Maker 2

ch_maker2

Það er auðvelt að skipuleggja þjálfun í að velja með ChooseIt!Maker 2. Það er sérstaklega gagnlegt til að hjálpa rofanotendum að læra að taka ákvarðanir með skönnunar tækni, þar sem þú getur búið til fullt af viðeigandi og áhugaverðum aðgerðum í litlum vaxandi skrefum.

Þessi nýja útgáfa er auðveld í notkun. Hún breytir texta, myndum og hljóði í línulegar, valmyndir á skjánum og spurningar sem er hægt að svara með mús, töflu, snertiskjá, lyklaborði eða rofum. Það hefur einnig aukinn sveigjanleika: sem dæmi þá er hægt að bjóða val á texta ásamt myndum og hafa meira en eitt rétt svar ef menn vilja.

Forritið er með yfir 1.500 gagnlegar skrár og hægt er að setja inn meira af myndum og hljóð fælum.

Möguleiki er á að flytja athafnasemina á aðra tölvu eða á geisladisk. Einnig fylgir spilari með sem má afrita til að hjálpa til við að deila athafnaseminni með öðrum. Börn geta jafnvel tekið þetta með heim.


From 1 to 100

1_to_100

Mörg forrit vinna á einföldum tölum upp í 10. Þetta reikningsforrit frá LaraMera, gefur aðgang að flóknari reikningsdæmum. Það er með tólf mismunandi aðferðir til að æfa og þjálfa grundvallar atriði og hugtök í reikningi með því að nota tölur upp í 100.

Veldu hvaða svið af tölum þú vilt vinna með og farðu svo í gegnum fullt af dæmum sem eru bara með þessum tölum

Aðgerðir:

Telja peninga
Klára röð af tölustöfum
Klára dæmið til að geta litað myndina
Klára dæmið til að sjá myndaina
Klára dæmið til að sjá dýrið
Minnisleikur
Láta dæmið passa við svarið
Númera krossgáta
Pílur til að æfa að bæta við númerum
Rennandi púsluspil með tölum
Prenta út vinnuskjal

Velja að vinna upp í 10, 20 , 30, 50 eða 100 - telja í þrepum, samlagning, frádráttur, viðbætur. Velja aðgerðir frá myndavalmynd, eða velja frekar sérstakt val af aðgerðum fyrir nemandann.

Select to work up to 10, 20, 30, 50 or 100 - counting in steps, addition, subtraction, carrying. Choose activities from a picture menu, or define a specific choice of activities for the learner.

Hægt er að prenta út röð af aðgerðum blöðum til að vinna með ef ekki er unnið tölvunni.


Making sense with numbers

msnums

Mjög gagnlegt safn af nýju (9) aðgerðum í kringum fyrstu vinnuna með tölur (1-9).

Aðgerðirnar örva notandann í að setja tölur í rétta röð, talningu og samlagningu. Ánægjuleg grafík og hreyfimyndir, ásamt tali og hljóði. Stillingar á erfiðleikastigi eftir getu notandans.

Aðgerðir:

Smelltu á númer

Veldu tölu neðst á skjánum og sá fjöldi af hlutum mun birtast ofar á skjánum.

Teldu hluti

Nokkrir hlutir birtast á skjánum. Veldu réttan fjölda af hlutum.

Hvað margir?

Ýmsir hlutir birtast á skjánum. Nemandinn þarf að velja réttan fjölda af hverjum hlut sem er eins. Sem dæmi, hvað er kýrnar margar.

Punktur í punkt

Veldu tölu neðst á skjánum sem á sameinast punktunum, byrjar á 1. Tölurnar sem þarf að velja á skjánum eru ruglaðar saman.

Domino

Láttu tölur og punkta ganga upp til að setja vagninn á traktorinn!

Hvað marga sástu?

Minnis leikur - teldu hlutina þangað til þú er spurður „hvað marga sástu?“, þá skaltu velja réttan fjölda.

Leggðu bílnum

Bíll birtist vinstra megin á skjánum. Hver er með númer. Veldu rétt númer á bílastæðinu og bíllinn mun leggja í rétt stæði.

Litabók

Litað eftir númerum. Fylltu inn svæðin á myndinni með því að velja rétt númer.

Númera veiðar

Fiskur syndir í átt að hákarli! Bjargaðu honum með því að finna númer fisksins. Breyttu hraða fisksins með mælinum niðri í hægra horni skjásins. Sjáðu hvað þú færð mörg stig.

Hægt að stýra aðgerðum með mús, lyklaborði, snertiskjá eða einum til tveimur rofum.


Plazma

plazma

Plazma er með margskynjunar umhverfi (hljóð og myndir) þar sem notendur geta verkað á víxl með því að nota bendibúnað, rofa, lyklaborð eða með hljóði. Það virkar sérstaklega vel með stýripinnum með allt að 11 hnöppum! Það bregst við innleggi með margskonar hvatningu, bæði sjónrænt og hljóðrænt. Það er með 26 forstilltar skjámyndir og þú getur vistað 26 af þínum stillingum til að nota aftur - ef þú býrð til skjámynd sem þér líkar - geymdu hana.

Margir tengimöguleikar - allt að 8 lyklaborð eða músarofar, snertiskjár, stýripinni ofl. Hægt er að nota margar tengingar samtímis.


Spider and friends! - Easy Maths

spfcountKóngulóin er komin aftur! Í þetta sinn eru nokkrir af vinum hans með honum og aðgerðirnar eru miðaðar við fyrstu stærðfræðihugmyndirnar. Velja hluti í 2, 3, 4 eða 5 blómapotta, spila smelli, telja  hlutina í garðinum (upp í 5), herma eftir röð hluta, telja upp í 5, einnig einföld stjórnun á skjánum (með myndum).
Með því að bjóða upp á nokkrar mismunandi aðferðir til að nálgast 
aðgerðirnar, hefur þetta forrit verið hannað fyrir auðvelda rólega notkun við margskonar aðstæður. 

Hægt er að stilla það fyrir þá sem nota.. mús, snertiskjá, sérhannað lyklaborð eða ein til tvo rofa. Stillingar er hægt að vista og hlaða inn hvenær sem er, sem gerir forritið aðlöðunarhæft í aðstæðum þar sem nemendur eru með mismunandi aðgengis þarfir.Ánægjulegar verðlaunamyndir sem sýna kóngulóna - passaðu þig á kanínunni!
Auðveldur reikningur (Easy Maths) gefur kost á úrvali af margmiðlunar aðgerðum fyrir byrjendur, sem fókusar á stærðfræði. Það teygir sig frá því að þroska skarpskyggni með því að afrita endurtekin mynstur i það að nota fjörtíu og fimm gráður og níutíu gráður til að búa til línur.spfsnapFyrir þá sem þurfa að nota sérstakt lyklaborð, er listi af lyklaborðs flýtivísum sem hægt er að nota í forritinu.

Prentunar möguleiki er með valmynd sem er dregin niður. Ef þetta gefur ekki fullnægjandi útkomu er hægt að taka mynd af skjánum og opna skjalið í myndaforriti t.d. Paint.

Það fylgir kóngulóar lag á geisladisknum til skemmtunar!

Fullkomlega stillanlegt, frá fjölda aðgerða sem eru notaðar í einu á hverju svæði, með því að því að ákveða hvaða ímyndir eru notaðar (myndir, form, tengiar eða tölustafir).  


Step by Step

step3Forritið er hannað til að örva þroska í myndrænni skynjun, fyrstu rofa tækninni og tal þroska.

Það eru 22 mismunandi myndir sem hægt er að fá fram í hlutum með því að þrýsta á rofa, smella með mús eða þrýsta á lykil á lyklaborðinu. Forritið vinnur einnig með mismunandi lyklaborðum fyrir fatlaða.

Myndirnar er hægt að fá fram á marga mismunandi vegu og í mismunandi mörgum skrefum, sem er stillanlegt. Í hvert sinn sem þrýst er á rofa, mús, eða hnapp mun meira af myndinni koma í ljós. Þegar myndin er öll komin fram mun hreyfimynd með tónlist spila. Tónlistin heldur áfram þangað til þrýst er á rofa aftur.

Frábær og raunveruleg grafík, hreyfimyndir og hljóð gerir þetta forrit, um orsök og afleiðingar, hentugt fyrir alla aldurshópa.


Teddy Games

tedygameForrit með fullt af áhugverðum aðgerðum fyrir ung börn. Mikil skemmtun, teiknimyndir og hljóð.

Teddy Games er hannað fyrir forskóla og forkennslu, til að örva þroska á myndrænni skynjun, að muna og tal kunnáttu.

Það eru 12 mismundandi aðgerðir:

 • Láta hluti gerast - eitthvað gerist þegar þú smellir á hlut.
 • Hver er þarna? - einhver kemur í ljós þegar þú smellir á hlut á myndinni.
 • Hver er að hringja dyrabjöllunni? - einhver stendur á bak við eina af þremur dyrum. Smelltu á dyrnar til að opna þær
 • Finndu annan eins - hlutur er sýndur fyrir ofan röð af líkum hlutum. Dragðu hlutinn sem er eins og settu í gráu skuggamyndina.
 • Finndu eins mydir - mynd er sýnd vinstra megin á skjánum. Hægra megin eru myndir sem tilheyra sama flokki, sem dæmi: bílar, dýr, fuglar. Dragðu hlutinn vinstra megin og settu hann í sama flokk hægra megin.
 • Flokkaðu eftir litum - nokkrir hlutir eru sýndir í kringum litaða kassa. Það þarf að taka upp og setja í kassa með sama lit.
 • Taka einn út - hérna sérðu fjóra hluti - einn tilheyrir ekki. Smelltu á hlutinn til að fjarlægja hann og hann hverfur.

 • Dómínó - dragður vagninn að lestinni. Myndirnar á vagninum verða að passa saman.

 • Kláraðu myndina - heil mynd er sýnd, ásamt hlutum til að búa til sömu mynd. Tíndu upp myndbrotin og settu þau inn til að klára myndina.

 • Búðu til umhverfi - settu hluti að eigin vali í bakgrunnsmyndina. Það eru fjögur mismunandi umhverfi: Baðherbergi, stofa, í garðinum og gata. Hlutir eru teknir og dregnir í umhverfið. Hægt er að smella nokkrum sinnum á hlutina til að velja mismunandi hluti til að velja úr.

 • Klæddu bangsann - það er einn stelpu bangsi og einn stráka bangsi til að klæða. Það eru mörg mismunandi föt til að velja úr. Smelltu nokkrum sinnum á fötin til að velja.
 • Finndu hinn helminginn - settu saman myndahluta sem eiga saman. Dragðu hægri helminginn að vinstri helmingnum.

Hver aðgerð inniheldur milli 4 og 15 mismundandi aðgerðir. Forritið byrjar á myndavalmynd sem sýnir herbergi. Smelltu á mismunandi hluti í myndinni til að fara í mismunandi aðgerðir. Aðgerðir koma óreglulega í hverjum hluta, svo að geisladiskurinn er fullur af óvæntum uppákomum fyrir notandann.

Bangsinn neðst á skjánum gefur fyrirmæli og gefur einnig myndræn og talræn verðlaun þegar notandinn gerir rétt.

Uppsetningarglugginn gerir þér kleift að stilla mismunandi styrkleika, notkun á hljóði og hvaða aðgangs hluti eigi að nota.

Hægt er að nota rofa, sérstök lyklaborð og annan búnað með forritinu.


Touch!

touch2touch3Forrit sem notar sjónræna skarpskyggni hæfileika við að hjálpa til við snertingu eða leikni með mús. Notandinn þarf að snerta eða smella á litrík form til að sjá eða heyra umbunina.

Það notar fjögur einföld form: ferning, hring, þríhyrning og stjörnu. Hvert form getur verið lítið, meðalstórt eða stórt og verið í sex litum: svart, hvítt, gult, rautt, grænt og blátt.

Aðal hugmyndin er að snerta eða smella á eitt eða fleiri af þessum formum. Þetta getur verið einfalt sjónrænt verkefni, skarpskyggni verkefni eða jafnvel verkefni með tímatakmörkunum - snerta eða smella þegar formið kemur í ljós.

Umbunin eru form sem byggjast upp á skjánum. Sem dæmi, ef nemandinn hefur snert stóran ferning, munu stórir ferningar byggjast upp á skjánum. Hver umbun er með tónlist við hæfi. Tónlistin er mismundandi eftir hverju formi og er breytileg svo ekki sé sama tónlistin endurtekin of oft.

Fyrir þá sem eru hneigðir fyrir tónlist, er tónlisin fyrir ferningana með fjóra takta; tónlistin fyrir þríhyrningana er með þrjá takta; tónlistin fyrir stjörnurnar er með fimm takta.

Hægt er að slökkva alveg á bendlinum, láta hann sjást lítinn eða stóran, í ýmsum litum og einnig er hægt að láta hann blikka.


Touch Balloons!

Skemmtun fyrir alla aldurshópa! Þroskaðu samræmingu milli augna og handa, með því að sprengja blöðrur um leið og þær fljúga framhjá. Notaðu músina, snertiskjá eða rofa til að miða og sprengja blöðrurnar. Veldu stóran bendil eða kross til að miða.

Víðtæk valmynd gerir þér kleift að velja áttina sem blöðrurnar fara - upp, niður, vinstri, hægri eða, ennþá meiri áskorun, af handahófi! Hægt er einnig að breyta hraða og fjölda blaðra fyrir þá sem eru orðnir algerir sérfræðingar.

Viðbótar möguleikar breyta bakgrunninum. Þú getur valið úr fjölda lita og himin möguleikum eða notað þína eigin myndir - láta blöðrurnar fljúga yfir mynd af skólanum.

Forritið er með skæra liti eða pastel litamöguleika til að gera þér kleift að búa til aðgerðir sem þroska sjónræna- og hreyfi færni.


touchfunfair

Touch Funfair

Fleiri aðgerðir til að búa til orsök og afleiðingu, fylgja eftir, greina mismun og finna það sem er eins. Allar aðgerðir er hægt að stilla á mismunandi erfitt, eftir getu hvers og eins.

  

       


touchgames1Touch Games 1

Frábært fyrir þjálfun með mús eða snertiskjá.

Snertu eða smelltu á rellublis hjólið eða á flugeldann til að láta þá skjótast. Annabel og Honey Bee kenna að fylgja eftir og að draga með músinni. Minnis þrep og rugluð hraðbraut hjálpa með skammtíma minni og samhengi.

   


touchgames2Touch Games 2

Enn fleiri aðgerðir í framhaldi af Touch Games 1. Innheldur Buzz Off, vakna og töfra málun fyrir tungumála vinnu. Fylgjum slóð póstmannsins Pete eða notum umbúða eða andlitsgerðar aðgerðirnar.