Talgervlar

Yfirlit yfir íslenska talgervla

Infovox Desktop talgervill, Snorri

Infovox_Desktop_Pro_2

Infovox Desktop er byggt á „diphone text-to-speech“ vél sem hefur verið þróuð með safni af röddum sem hafa verið teknar upp til að fá eðlilegra talmál.

Infovox Desktop leysti af hólmi eldri talgervil, Infovox 230 (Sturla). Infovox Desktop er hægt að nota sjálfstætt eða með öðrum forritum.

Hægt er að hlusta á talgervilinn HÉR.

Þessi talgervill hefur ekki verið uppfærður og er ekki fáanlegur lengur.


Talgervillinn Ragga

Ragga er RealSpeak talgervill frá Nuance. Hann er byggður á nýrri tækni heldur en Infovox talgervillinn. Þessi talgervill er innbyggður í Dolpin forritin. Einnig er hægt að fá hann í Örtækni.


Ivona með Dóru og Karl

Ivona talgervillinn er nýjastur. Hann er byggður á nýjustu tækni og er gerður til að vinna í öllum tækjum. Hann er með karl og kven raddir, Dóru og Karl. Blindrafélagið sá um smíði hans og þarf að tala við þá til að fá hann. Einnig er hægt að tala við Hljóðbókasafn Íslands um málið.