Baum punktaletursskjáir

Unnið með Super Vario blindraletursskjá

SuperVario punktaletursskjáir sem setja nýjan standard í stærðum, þyngd, sveigjanleika og tengimöguleikum.

SuperVario 64 and 80

SuperVario 64 og 80 eru hannaðir fyrir atvinnumenn og til einkanotkunar.

SuperVario 32 og 40

Þetta er nýi 40 sellu punktaletursskjárinn, sem er framleiddur aðallega fyrir ferðatölvur og lestrarvélar. Hann er 40% minni en fyrirrennari hans, sem var þó sá minnsti á markaðnum á sínum tíma og var það í 6 ár.

Er lítill punktaletursskjár með 24 sellum. Þetta er ódýr valkostur fyrir einka notendur og er raunverulega hægt að setja í vasann.

Nánar

Nokkar gerðir af Super Vario blindraletursskjám

PocketVario

Báðir  punktaletursskjáirnir eru með alhliða tengimöguleika:

 • Blátönn - nútíma þráðlaus tenging við tövlu
 • USB - stöðluð kapal tenging
 • Seríal - stöðluð tengin fyrir eldri DOS tölvur

VARIO punktaletursskjáirnir hafa alltaf staðið upp úr vegna óviðjafnanlega langrar endingar á rafhlöðum.

Rafhlöðuending með blátanna tenginu er um 25 tímar.

Rafhlöðuending með USB eða seríal tenginu er um 100 tímar.

Til viðbótar eru nýju Vario skjáirnir hlaðnir með USB tenginunni: Punktaletursskjárinn er aðeins hlaðinn þegar fartölvan þín er tengd við rafmagn. Þegar fartölvan þín er á rafhlöðum, skiptir Vario sjálfkrafa líka á rafhlöður. Þannig að endingartími rafhlaðanna í fartölvunni mun ekki verða styttur enn frekar.

Öflugur kassi Punktaletursskjánna er gerður úr áli að ofan, en neðri hlutinn er úr plasti. Þessi aðferð er einig notuð í myndavélum og reynist mjög vel. Þetta gerir það að verkum að hægt er að gera lögulegt og sterkt tæki.

Þessir nýju punktaletursskjáir, SuperVario og PocketVario eru fulltrúar nýrrar kynslóðar í hönnun á ferðatækjum fyrir blinda notendur. Þeir skara framúr vegna nýjustu tækni sem hefur sannað sig vegna einfaldleika í notkun og sérlega hagstæðs verðs miðað við hvað er hægt að gera með tækjunum.

Pronto! 18

Pronto! 18 er samþjappaður, skipuleggjari fyrir blinda og sjónskerta notendur. Hann er með hágæða punktaleturs lyklaborði og þægilegur að nota. Fyrir utan alla venjulega skipuleggjara valkosti, hefur Pronto: Ritvinnsla, gagnageymsla og tímastjórnun með mörgum aukhlutum sem  mun heilla þig. Allt þetta með innbyggðum eðlilegum talgervli gerir Pronto! 18 að presónulegu tæki sem þú vilt ekki vara án, hvorki heima, í skólanum eða í vinnunni.

 • Hágæða smátölva með 8 punkta punktaleturslyklaborði og 18 punkta punktaletursskjá, með innbyggðum möguleika á að færa bendilinn.
 • Þráðlaus nettenging.
 • Rauf fyrir SDHC minniskort.
 • Áreiðanlegur hugbúnaður með mörgum hjálplegum valkostum til daglegra nota.
 • Eðlilega talandi talgervill.
 • Hámárks þægindi í notkun.
 • Lestu og skrifaðu tölvupóst, vafraðu á internetinu, notaður MSN Messenger, o.s.frv.

Nánar
Pronto! 40. Hægt að skipta um lyklaborð

Pronto! 40

Pronto! 40 er með skiptanlegt lyklaborð, punktaletur eða venjulegt.

Tækið býður upp á:

 • Skiptanlegt lyklaborð, punktaletur og venjulegt.
 • 40 sellu punktaletursskjá með innbyggðum möguleika á að færa þér bendilinn.
 • Pronto! 40 skjár með Braille lyklaborðiÞráðlaus nettenging.
 • Rauf fyrir SDHC minniskort.
 • LCD skjár til að nota í skóla eða við kennslu.
 • Eðlilega talandi talgervill.
 • Hámárks þægindi í notkun.
 • Lestu og skrifaðu tölvupóst, vafraðu á internetinu, notaður MSN Messenger, o.s.frv.
 • Haltu utan um netföng, stefnumót, minnispunkta o.s.frv.
Pronto! 40. LCD skjár svo aðrir geti séð
Nánar