Hugbúnaður fyrir blinda og sjónskerta

Hér eru forrit fyrir blinda og sjónskerta sem þurfa á sérbúnaði að halda til að geta notað tölvur. Forritin sem um ræðir vafra um skjáinn og lesa það sem er á skjánum, eða stækka myndina á skjánum án þess að breyta lögun myndarinnar. Margar stillingar og flýtileiðir eru í þessum forritum til að gera notandanum auðveldara með að lesa efnið. Sum forrit eru bæði með skjálestur og stækkun á mynd og hentar vel sjónskertum.