Hljóðbókaspilarar

Daisy hljóðbókaspilarar

Victor Reader Stratus4 og Stratus4M

Victor Reader Stratus daisy spilariEinfaldasti og vænsti hljóðbókaspilarinn

Victor Reader Stratus heldur áfram arflegð HumanWare í áratuga sögu af þróun á einföldum og auðveldum hljóðbókaspilara. Victor Reader Stratus er með nýtt útlit, með umgjörð sem er minni og léttari að utan, en samt snjallari og hljómar betur að innan. Stratus spilar margmiðlunarbækur og tónlist af geisladiskum. 

Aðgengi

Victor Reader Stratus er með stóra, snertiskyns, litríka takka, innbyggðan hátalara og heyrnatækjatengi, einnig sjálftalandi stilli, sem gerir hann að einfaldasta og snjallasta hljóðbókaspilaranum á markaðnum.

Hreyfanleiki

Þú getur tekið Victor Reader Stratus með þér og spilað hvar sem er, með því að nota hleðslurafhlöðuna og innbyggða handfangið.

Þetta snýst um val

Lyklaborðs valHægt er að einfalda spilarann með því að setja hlíf yfir takkana

Veldu að nota Stratus með hinum einföldu 4 örva tökkum til að geta á auðvelda hátt hlustað á skáldsögur, tímarit og dagblöð.

Fyrir þá sem vilja nota einfaldasta möguleikann, er sett hlíf yfir lyklaborðið sem hylur alla takkana nema þá sem eru mest áríðandi. Þá er notkunin svipuð og á kassettutæki.

VR Stratus lestrarreynsla

Leiðsögn

 • Vafraðu um texta og DAISY bækur með því að velja kafla, greinar, undirgreinar eða frasa.
 • Skoðaðu innihaldið eða flettu í gegnum efnið eins og þig listir.
 • Stiklaðu um MP3 bækur og tónlist, með því að fara á milli mappa, skráa og sérstök tímastökk.
 • Farðu í gegnum textaskrár með setningum, greinum, orðum eða jafnvel að stafa orð.

Bókahilla

Allt innihald er skipulagt í gegnum hina vinsælu Victor Reader bókahilluflokkun. Bókahillurnar innihalda DAISY bækur, hljóðbækur, tónlistarskrár og textaskrár.

Þú týnir aldrei staðnum sem þú varst á

Notalegt að hlusta á uppáhalds söguna í Stratus

Í hverri bók mun Stratus sjálfvikt halda áfram að lesa þar sem stoppað var síðast, óháð því hve margar bækur þú ert að lesa.

Bókamerki

Bókamerkjatakkinn merkir áríðandi staði í öllum gerðum af bókum, hljóðskrám eða tölvuskjölum.

Þetta er allt fyrir notagildið

Stratus 4: Spilar geisladiska Stratus4M: Spilar geisladiska, SD kort, USB og TTS.

Eiginleikar

 • Breytilegur hraði. Hægt er að auka og minnka hraðann á lestrinum.
 • Svefn takki. Frábær leið til að njóta lesturs fyrir svefninn.
 • Stafræn hljómgæði. Njóttu frábærra hljómgæða á bókum og tónlist.
 • Upplýsingatakki. Les upplýsingar um bókina (titil, samtals/búinn/eftir af tímanum, samtals blaðsíður/fyrirsagnir).
 • Hvar er ég takki. Þú veist alltaf hvar þú ert í bókinni (blaðsíða, kafli, fyrirsögn o.s.frv.).
 • Takka upplýsingar. Tilkynnir hvaða aðgerð hver takki stendur fyrir.
 • Hlustunartími: 10 klst. af stöðugri spilun á DAISY MP3 bókum.

 • Verð 78.900 kr. spilari með geisladrifi. 
 • Verð 85.600 kr. spilari með geisladrifi, minniskorti og USB tengi.

      (Verð eru með fyrirvara um breytingar).

* Ábyrgð á rafhlöðu er 6 mánuðir, Rafhlöður eru rekstrarvara og eðlilegt getur verið að þurfi að endurnýja fyrir lok vélbúnaðarábyrgðar. Framleiðendur veita þó að lágmarki 6 mánaða ábyrgð. 

Leiðbeiningar á PDF formi

Nánar um tækið á heimasíðu framleiðanda

VictorReader Stream

Minni

Nýi Victor Reader Stream spilarinn er 28% minni heldur en aðrir á markaðnum. Hin nýja fágaða hönnum er þynnri og lögunin rúnnuð í laginu, sem gerir hann þægilegra að halda á.

Flottari

Nýi Stream spilarinn opnar nýja möguleika til að taka á móti efni þráðlaust, frá bókum og dagblöðum í vefvarp og útvarp. Hann er líka með hátalara, góðan talgervil (ekki á íslensku ennþá) og endurbætta upptöku.

Einfaldari

Hið litríka, sterka, snertitakkaborð og hin vinsæla Victor Reader bókahillu leit, gerir þennan Stream auðveldasta handspilara á markaðnum.

Íslenskari

Allar tilkynningar í Victor Reader Stream er á íslensku.

Margmiðlunar bókasafn í vasanum


Að taka bækurnar, tónlistina og margt fleira með þér hvert sem þú ferð er mjög auðvelt með hinum nýju Victor Reader Stream frábæru möguleikum:

 • Styður allt að 32GB SD kort og utanáliggjandi USB minnislykla.
 • Les bækur frá Daisy bókasafni: NLS, Bookshare, Learning Ally.
 • Hægt að njóta bóka og tónlistar frá iTunes.
 • Spilar textaskjöl með innbyggðum talgervli frá Acapela.

Helstu eiginleikar

Einstaklega notendavænn

Victor Reader Stream er hannaður með notendavænum, alvöru möguleikum.

 • Hleðslurafhlöður sem hægt er að hlaða með USB í tölvu eða USB hleðslutæki.
 • Innbyggður hátalari og heyrnartækja tengi.
 • Sjálftalandi stilli.
 • Les á þínum hraða með því að breyta spilurnarhraðanum.
 • Svefnrofi - spilun stoppan ef þú sofnar.
 • Upplýsingatakki sem tilkynnir bókatitil, tíma eftir/búinn, heildar síðufjölda og fleira.
 • Hvar er ég takki tilkynnir lestrarstöðu, eins og t.d. síðu, kafla eða lagatitil.
 • Takka upplýsingar. Tilkynnir hvaða aðgerð hver takki stendur fyrir.
 • Litríkt, sterkt, snertitakkaborð fyrir auðvelda notkun og langtíma þjónustu.
 • Fríjar hugbúnaðaruppfærslur yfir þráðlaus netkerfi.

Taktu upp hljóð með einfaldri snertingu

Notaðu innbyggða mono hljóðnemann eða þinn eiginn steríó hljóðnema til að taka upp hljóð athugasemdir, aðgerðarlista, glósur í skóla eða á fyrirlestrum eða frá beintengdu tæki.

Stiklaðu hratt og auðveldlega

Stream er með einfalda leit, sem gefur fullkomna notenda reynslu. Finndu skrár, bækur og hljóðskrár fljótt og auðveldlega með aðeins einum takka.

 • Vafraðu í Daisy bókum um kafla, greinar, undirgreinar eða frasa.
 • Hoppa á milli málsgreina, setninga og orða í textaskrá.
 • Fara á síðu takki finnur síður á sama hátt og fara á ákveðna síðu í prentaðri bók.
 • Þú þarft aldrei að tína staðnum sem þú ert á: Stream byrjar sjálfkrafa á sama stað og þú hættir.
 • Settu bókamerki á áríðandi síður - jafnvel hægt að taka upp þína eigin tilkynningar.
 • Stikla í MP3 bókum og tónlist eftir möppum eða skrám.
 • Vegur aðeins 110gr.
 • Hlustunartími: Allt að 15 tímar á heyrnartækjum.

 • Verð 76.100 kr.  (með fyrirvara um breytingar).


* Ábyrgð á rafhlöðu er 6 mánuðir, Rafhlöður eru rekstrarvara og eðlilegt getur verið að þurfi að endurnýja fyrir lok vélbúnaðarábyrgðar. Framleiðendur veita þó að lágmarki 6 mánaða ábyrgð. 

Leiðbeiningar á PDF formi

Leiðbeiningar á Word formi

Nánar um tækið á heimasíðu framleiðanda.