Dolphin hugbúnaður

v12_home_banner

Dolphin vörurnar samanstanda af skjástækkunar- og skjálestrar hugbúnaði.

Hugbúnaður til skjástækkurnar gerir fólki með skerta sjón kleift að sjá texta og myndir betur með því að stækka skjámyndina og stjórna litastillingum. Þeir eru með skerta sjón eða eru blindir notast við skjálesara og hlusta á skjálestur frá forriti gegnum venjulegt hljóðkort í tölvunni eða tengja eitthvert af þeim mörgu punktaleturstækjum sem forritið styður við tölvuna, s.s. punktaletursskjá og punktaletursprentara. Hugbúnaðurinn er einfaldur í uppsetningu og er samhæfður öllum Windows stýrikerfum. Hugbúnaðinn má nota í hvaða tölvu sem er, hvort sem um er að ræða heimilistölvuna eða vinnutölvuna. Hægt er að kveikja og slökkva á hugbúnaðinum þegar það hentar.

supernova_accesssuite_RGB

SuperNova skjálestur- og stækkun (Supernova).

Þetta er skjálestrarforrit sem er einnig með stækkun, tali og punktaletursstuðningi. Þetta gefur fólki með skerta sjón það frjálsræði sem það þarf til að hafa aðgang að Windows stýrikerfunum á þann hátt sem best hentar hverjum og einum.

  • Verð 304.900 kr.  (með fyrirvara um breytingar).

Meira um Supernova af vefsíðu framleiðanda.


supernova_readermagnifier_RGB

SuperNova skjástækkun og lestur (Lunar Plus).

Þetta er tilvalinn hugbúnaður fyrir sjónskerta sem þurfa á skjástækkun að halda. Hann er einnig með möguleika á tali og gefur þar með meiri stuðning fyrir þá sem eru með takmarkaða sjón.

Hentar fyrir fólk með skerta sjón og sjón sem fer versnandi og virkar heima, í vinnu og í skóla.

  • Verð 151.800 kr.  (með fyrirvara um breytingar).

supernova_screenreader_RGB

SuperNova skjálestur (Hal).

Þetta forrit er hannað fyrir blinda tölvunotendur. Þetta er skjálesari sem virkar þannig að hann les það sem er á skjánum sem síðan er lesið fyrir notandann með þeirri rödd sem er uppsett og stillt er á, eða að notandinn les upplýsingarnar á punktaletursskjá.

Þetta forrit er hannað fyrir blinda notendur og virkar heima, í vinnu og í skóla.

  • Verð 227.400 kr.  (með fyrirvara um breytingar).

supernova_magnifier_RGBSuperNova skjástækkun (Lunar).

Með mikilli skjámögnun geta sjónskertir tölvunotendur aðlagað umhverfið á skjánum eins og hentar þeim best, skjótt og örugglega. Stillingarnar er hægt að vista eftir þörfum hvers og eins.

  • Verð 110.800 kr.  (með fyrirvara um breytingar).

Heimasíða Dolphin: www.yourdolphin.com